Leiðbeiningar
Þetta er vefur til að auðvelda leynilega miðlun á mjög öruggan hátt. Gögnin sem þú slærð inn eru dulkóðuð með AES-256-CTR dulkóðun sem er ein sterkasta dulkóðun sem völ er á, með 35 bæta lykilorði sem síðan er vistað í gagnagrunni. Lykilorðið birtist á skjánum og er hvergi geymt. Færslan er vistuð með GUID sem auðkenni og því ólíklegt að hægt sé að giska á það. Til að ná í leyndarmálið þarftu að hafa GUID og 35 bæta lykilorðið og setja það inn á sækja flipann. Ef GUID og lykilorð eru rétt þá er hluturinn sóttur í gagnagrunninn, afkóðaður, birtur og síðan eytt. Það þýðir að einungis er hægt að sækja færsluna einu sinni áður en hún týnist.
Þú getur einnig sett inn fyrningardagsetningu. Ef færslan er ekki sótt innan tilgreinds dagafjölda er færslan endanlega felld brott.
Kóðinn fyrir þetta kerfi er opinn og hægt er að sækja hann hér https://github.com/siggib007/secret
Endilega hafðu samband við info@oruggtnet.is ef það eru einhverjar spurningar eða áhyggjur.